„Við erum bjartsýn, skráningarhorfur fyrir næstu misseri eru góðar,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „Aukinn áhugi fjárfesta á markaðnum, ekki síst almennings, hefur sýnt fyrirtækjum mjög vel þau tækifæri sem markaðurinn hefur upp á bjóða til fjármögnunar og vaxtar, þar sem öll útboð síðasta árs verða að teljast afar vel heppnuð. Þetta hefur endurspeglast í áhuga fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á skráningu. Áhuginn hefur ekki verið meiri síðastliðin 20 ár. Það stefnir því í spennandi 2022 og nýskráningar gætu hæglega orðið fleiri en í ár.“

Íslandsbanki og Síldarvinnslan voru skráð á Aðalmarkað í ár og Play og Solid Clouds var fleytt á First North-hliðarmarkaðinn í ár.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Ölgerðin horfi til skráningar á næsta ári og Arctic Adventures á næstu 18 mánuðum.