WHISPER er fjöl­þjóð­legt sam­starfs­verk­efni en ís­lensk fyrir­tæki eru þar í meiri­hluta. Verkís verk­fræði­stofa leiðir verk­efnið og aðrir ís­lenskir þátt­tak­endur eru fyrir­tækin Si­deWind, Sam­skip, BBA//FJELDCO og At­hygli.

Lausnirnar felast í endur­bótum á flutninga- og tank­skipum sem eru nú þegar í rekstri. Þær felast í fyrsta lagi í blandaðri sólar- og vindorku­tækni þar sem lá­réttar vind­myllur Si­deWind og sér­hannaðar sólar­orku­sellur fram­leiða raf­orku fyrir innri orku­notkun skipanna. Í öðru lagi verða þróuð raf­stýrð segl sem hjálpa til við að knýja skipin á­fram og sam­hliða verður einnig unnið að geymslu­lausnum fyrir raf­magn.

Gangi á­ætlanir eftir er talið að hægt verði að draga úr elds­neytis­notkun tank­skipa um tæp 30 prósent og gáma­skipa um að minnsta kosti 15 prósent. Um 80-90 prósent allra vöru­flutninga í heiminum eru með flutninga­skipum og fer sú tala vaxandi. Skipa­flutningar bera einnig á­byrgð á 2,5 prósent af losun gróður­húsa­loft­tegunda á heims­vísu.

Sam­starfs­verk­efnið byggir að hluta á vindorku­lausn Si­deWind fyrir flutninga­skip. Fyrir­tækið var stofnað af hjónunum Maríu Kristínu Þrastar­dóttur og Óskari Svavars­syni árið 2019 og hefur vakið mikla at­hygli hér­lendis.

„Það er nokkuð hröð þróun að fara á fjórum árum frá hug­mynd við eld­hús­borðið að evrópsku sam­starfs­verk­efni sem nemur yfir níu milljónum evra, en við erum mjög spennt fyrir þeirri vinnu sem fram undan er og hvað hún getur haft að segja fyrir bar­áttuna gegn lofts­lags­vánni,“ segir María.

Evrópu­sam­bandið gerir miklar kröfur um reynslu og fag­lega verk­efna­stjórnun í verk­efnum af þessari stærðar­gráðu. Fá ís­lensk einka­fyrir­tæki hafa tekið slíkt að sér en Verkís mun bæði leiða WHISPER verk­efnið og sjá um tækni­lega verk­efna­stjórnun, vist­ferils­greiningar og loftafl­fræði­legar hermanir.

„Við erum stolt að hafa verið valin til að stýra þessu spennandi ný­sköpunar­verk­efni. Það fellur vel að á­herslum okkar um orku­skipti, sjálf­bærni og ný­sköpun og það skiptir líka máli að ís­lensk fyrir­tæki taki þátt í þeirri þróun sem á sér stað er­lendis á þessum vett­vangi,“ segir Kjartan Due Niel­sen, verk­efni­stjóri ný­sköpunar hjá Verkís.

Að verk­efninu stendur teymi 14 fyrir­tækja í fimm Evrópu­löndum og var um­sóknar­ferlinu, sem var bæði flókið og um­fangs­mikið, stýrt í gengum ís­lenska fyrir­tækið Evris.

Anna Margrét Guð­jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Evris, segir að henni varð strax ljóst að Óskar og María væru með hug­mynd sem ætti erindi á al­þjóð­legum markaði eftir fyrsta fund með hjónunum.

„Það hefur verið gefandi að fá að leiða þetta spennandi verk­efni, í sam­starfi við fé­laga mína hjá Ins­pira­li­a, í gegnum um­sóknar­ferli Evrópu­sam­bandsins og setja saman hóp sem upp­fyllir kröfur um þekkingu og reynslu sem Evrópu­sam­bandið gerir til verk­efna af þessari stærðar­gráðu,“ segir Anna.