Nýsjálenski bóndinn Eric Watson sló nýtt heimsmet í magni hveitiuppskeru á dögunum, en hver hektari ræktarlands hans skilaði honum 17,4 tonnum af hveiti. Til samanburðar er meðalafrakstur hveitiræktar á Nýja Sjálandi um 12 tonn á hektara að meðaltali.

Meðalafrakstur hveitiakra Rússlands, sem er stærsti útflytjandi hveitis í heiminum, er um 2,7 tonn á hektara. Afrakstur Watson var því meira en sexfalt hærri.

Watson segir í samtali við fagtímaritið Farming UK að breyting ræktunarafbrigðum (kvæmum) og aukin notkun fljótandi köfnunarefnis til áburðar hafi skipt sköpum fyrir hina góðu uppskeru.

Hveitið sem Watson framleiddi verður líklega notað til fóðrunar nautgripa, að því er kemur fram í umfjöllun um málið.