Júlíus Bjarni Bjarnason tók nýlega við starfi sölustjóra Vaka á Íslandi. Júlíus tekur við starfinu af Magnúsi Þór Ásgeirssyni sem starfað hefur hjá Vaka síðastliðin tíu ár. Magnús tekur við nýju starfi hjá eiganda Vaka, MSD Animal Health.
Móðurfélagið MSD Animal Health er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í meira en 50 löndum. Höfuðáherslan er á þróun og sölu á bóluefnum, lyfjum, lækningavöru og margs konar vöru og þjónustu sem stuðla að aukinni dýravelferð.
„Á undanförum árum hefur mjög margt breyst í fiskeldi hér á landi og um allan heim."
Júlíus hefur starfað hjá Vaka í fimm ár en hann hefur meðal annars leitt sölu félagsins í Norður og Austur Evrópu. Hann er rafmagnstæknifræðingur að mennt.
„Á undanförum árum hefur mjög margt breyst í fiskeldi hér á landi og um allan heim. Fyrirtækin í greininni hafa stækkað og orðið alþjóðlegri og það sama má segja um Vaka en sem hluti af MSD Animal Health búum við yfir hæfum hópi sérfræðinga um allan heim. Aukinn fókus er á fiskeldi innan þessa stóra fyrirtækis en næstum allar vörur okkar hafi verið þróaðar í samvinnu við íslenska fiskeldismenn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs hér heima,“ segir Júlíus Bjarnason, sölustjóri Vaka á Íslandi.