Júlíus Bjarni Bjarna­son tók ný­lega við starfi sölu­stjóra Vaka á Ís­landi. Júlíus tekur við starfinu af Magnúsi Þór Ás­geirs­syni sem starfað hefur hjá Vaka síðast­liðin tíu ár. Magnús tekur við nýju starfi hjá eig­anda Vaka, MSD Animal Health.

Móður­fé­lagið MSD Animal Health er al­þjóð­legt lyfja­fyrir­tæki með starf­semi í meira en 50 löndum. Höfuð­á­herslan er á þróun og sölu á bólu­efnum, lyfjum, lækninga­vöru og margs konar vöru og þjónustu sem stuðla að aukinni dýra­vel­ferð.

„Á undan­förum árum hefur mjög margt breyst í fisk­eldi hér á landi og um allan heim."

Júlíus hefur starfað hjá Vaka í fimm ár en hann hefur meðal annars leitt sölu fé­lagsins í Norður og Austur Evrópu. Hann er raf­magns­tækni­fræðingur að mennt.

„Á undan­förum árum hefur mjög margt breyst í fisk­eldi hér á landi og um allan heim. Fyrir­tækin í greininni hafa stækkað og orðið al­þjóð­legri og það sama má segja um Vaka en sem hluti af MSD Animal Health búum við yfir hæfum hópi sér­fræðinga um allan heim. Aukinn fókus er á fisk­eldi innan þessa stóra fyrir­tækis en næstum allar vörur okkar hafi verið þróaðar í sam­vinnu við ís­lenska fisk­eldis­menn og hlökkum við til á­fram­haldandi sam­starfs hér heima,“ segir Júlíus Bjarna­son, sölu­stjóri Vaka á Ís­landi.