Banda­ríski tækni­risinn App­le kynnti í dag glæ­nýja út­gáfu af Ip­hone snjall­símanum á sér­stakri kynningu í höfuð­stöðvum sínum í Cupertino í Banda­ríkjunum. Þar voru kynntar þrjár nýjar út­gáfur, iP­hone 11, iP­hone 11 Pro og iP­hone 11 Pro Max en mesta at­hygli vekur að símarnir virðast vera með tvö­falda-og þre­faldar mynda­vélar.

Á fundinum kom fram að App­le hefði að þessu sinni lagt sér­staka á­herslu á að endur­nýja mynda­véla­tækni símanna og verður hægt að taka myndir á glæ­nýjan hátt að þessu sinni. Verður meðal annars hægt að taka upp mynd­bönd í 4K gæðum og bregst tvö­falda-og þre­falda linsan, eftir því hvort um sé að ræða Pro eða ekki, mun betur við mis­munandi birtu­skil­yrðum.

Í símunum verður hinn svo­kallaði A13 Bionic ör­gjörvinn og segja for­svars­menn fyrir­tækisins að um sé að ræða þá öflugustu sem í boði sé á snjallsímum að svo stöddu. Þá mun raf­hlaða símans endast klukku­stund lengur en for­verinn, iP­hone XR.

Símarnir verða gefnir út í Banda­ríkjunum síðar í mánuðinum og mun iP­hone 11 kosta 699 dali. Pro út­gáfan mun kosta 999 dollara en iP­hone 11 Pro Max 1199 dollara.