Veitinga­staðnum í Bragganum, sem stað­settur er í Naut­hóls­vík, hefur nú verið lokað eftir tæp­lega tveggja ára rekstur. Fram kemur í frétt Há­skólans í Reykja­vík að fyrir­tækið NH100 ehf. hafi tekið við rekstri.

Sam­kvæmt frétt háskólans hafði fyrri rekstrar­aðili, Víkin veitingar ehf., sagt upp samningi um rekstur Braggans í vor. Heima­síðu Braggans Bistró hefur verið lokað sem og Face­book síðu veitinga­staðsins. Ekki náðist í Daða Agnars­son, veitinga­manni á Bragganum, við vinnslu þessarar fréttar.

Verði fé­lags­að­staða fyrir nem­endur HR

NH100 ehf. er í eigu sömu aðila og hafa séð um rekstur á Naut­hóli og mat­sölunni Málinu í há­skólanum en nýju rekstrar­aðilarnir munu leggja aukna á­herslu á að Bragginn verði fé­lags­að­staða fyrir nem­endur HR.

Reiknað er með að Bragginn opni á ný eftir rúma viku þar sem boðið verður upp á fjöl­breytta við­burði í sam­starfi við nem­endur háskólans.