Nýjasti síminn frá App­le, iP­hone SE, er mættur í verslanir hér­lendis. Þetta má meðal annars sjá á vef Epli, en þar kemur fram að síminn er á 84 þúsund krónur, rúmum 60 þúsund krónur ó­dýrari en iP­hone 11, sem er sá næst­nýjasti.

Líkt og áður hefur komið fram er nýi síminn arf­taki hins vin­sæla iP­hone SE sem kom út árið 2016. Hann er svipaður í fasi, fær að láni út­lits­ein­kenni iP­hone 8 og er hinn gamal­kunni „Home“ takkinn á fram­hliðinni.

Inn­vols símans hefur hins vegar verið upp­­­fært og er ör­­gjörvi nýja símans 2,4 sinnum hrað­skreiðari en hins upp­­runa­­lega SE síma og 40 prósent hraðari heldur en venju­­legi iP­hone 8.

64 gíga­bæt eru í boði sem geymslu­minni einnar út­­gáfu símans en einnig er í boði að fá 128 gíga­bæta geymslu­minni.
Mynda­­vélin er 12 megapixla með víð­­linsu og getur tekið mynd­­skeið í 4K mynd­­gæðum á 60 ramma hraða.