Líkams­ræktar­keðjan World Class mun opna nýja heilsu­ræktar­stöð á jarð­hæð í ný­byggingu Grósku í Vatns­mýrinni við hlið Há­skóla Ís­lands. Stöðin mun opna í mars 2020 en þetta kemur fram á vef World Class.

Þar kemur fram að um verði að ræða 2000 fer­metra stöð sem mun inni­halda full­búin tækja­sal með Life Fit­ness og Hammer Strength tækjum, hjóla­sal, heitan hóp­tíma­sal með infra­rauðum hita í lofti og gólfi á­samt hita og raka­tækjum fyrir Hot Yoga og al­mennan hóp­tíma­sal.

Í stöðinni verður jafn­framt heitur pottur, kaldur pottur fyrir víxl­böð og kæli­þjálfun, infra­rauð sauna og þurrgufa. Um er að ræða sex­tándu stöð World Class.