Aðal­fundur SVÞ – Sam­taka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun og á fundinum var til­kynnt niður­staða kosninga til formanns og þriggja með­stjórn­enda í stjórn sam­takanna.

Alls bárust tvö fram­boð til formanns og sjö fram­boð í þau þrjú sæti með­stjórn­enda sem kosið var um.

For­maður SVÞ til næstu tveggja starfs­ára var kjörinn Jón Ólafur Hall­dórs­son, Marga ehf.

Í sæti með­stjórn­enda til næstu tveggja starfs­ára voru kjörin þau: Egill Jóhanns­son, Brim­borg hf., Guð­rún Jóhannes­dóttir, Kokku ehf., og Hin­rik Örn Bjarna­son, Festi hf.

Stjórn er því skipuð eftir­farandi aðilum starfs­árið 2023-2024:

Jón Ólafur Hall­dórs­son, for­stjóri Marga, for­maður SVÞ
Brynj­úlfur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Artasan ehf
Edda Rut Björns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Mann­auðs og sam­skipta­sviðs Eim­skips
Egill Jóhanns­son, for­stjóri Brim­borgar
Guð­rún Jóhannes­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Kokku
Gunnar Egill Sigurðs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­kaupa
Hin­rik Örn Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri N1