Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun og á fundinum var tilkynnt niðurstaða kosninga til formanns og þriggja meðstjórnenda í stjórn samtakanna.
Alls bárust tvö framboð til formanns og sjö framboð í þau þrjú sæti meðstjórnenda sem kosið var um.
Formaður SVÞ til næstu tveggja starfsára var kjörinn Jón Ólafur Halldórsson, Marga ehf.
Í sæti meðstjórnenda til næstu tveggja starfsára voru kjörin þau: Egill Jóhannsson, Brimborg hf., Guðrún Jóhannesdóttir, Kokku ehf., og Hinrik Örn Bjarnason, Festi hf.
Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2023-2024:
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, formaður SVÞ
Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf
Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa
Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1