Deildin leggur mikla áherslu á virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun. FKA framtíð vill vera stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun ásamt því að vera stuðningsnet fyrir konur svo þær geti fullnýtt hæfileika sína og möguleika.

„FKA framtíð er fyrir konur sem eru komnar af stað í atvinnulífinu en hafa metnað fyrir því að þróast og ná enn lengra á sínum ferli. Markmið okkar er að vera leiðtogahvati fyrir okkar félagskonur, ýta undir tengslamyndum og skapa rými fyrir einstaklingsþróun. Undanfarin ár höfum við m.a. boðið upp á Mentor-verkefni þar sem reynslumiklar konur í leiðtogastöðum í atvinnulífinu gefa af sér til framtíðarkvenna með það markmið að efla þær og styðja við þeirra starfsþróun.“ segir Thelma Kristín Kvaran, nýskipaður formaður félagsins. „Það er mikilvægt að skapa þannig andrúmsloft að konur geti stutt við hvor aðra, deilt ráðum og reynslusögum og verið þannig konum bestar í stað þess að líta á hvor aðra sem samkeppni eða ógn. Saman erum við sterkari.“

Nýja stjórn FKA Framtíðar skipa:

  • Anna Björk Árnadóttir, framkvæmdastjóri/eigandi Eventum ehf.
  • Árdís Ethel Hrafnsdóttir, framkvæmdastjóri/eigandi Mantra ehf. og Akkúrat ehf.
  • Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Jiko.
  • Karlotta Halldórsdóttir, samskiptastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá YAY ehf.
  • Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, stjórnenda- og fjármálaráðgjafi hjá Sólveig ehf.
  • Thelma Kristín Kvaran, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Intellecta