Innlent

Nýtt félag kaupir allar ferða­skrif­stofur Primera

​Travelco, sem er nýtt eignarhaldsfélag, hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group, og tekið yfir skuldir við Arion banka. Andri Már Ingólfssons sem var eigandi Primera Air er stærsti hluthafi Travelco.

Andri Már Ingólfssons sem var eigandi Primera Air er stærsti hluthafi Travelco. Fréttablaðið/GVA

Travelco, sem er nýtt eignarhaldsfélag, hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group, og tekið yfir skuldir við Arion banka. Andri Már Ingólfssons sem var eigandi Primera Air og Primera Travel Group er stærsti hluthafi Travelco.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að í kjölfar lokunar Primera Air hafi ferðaskrifstofur Primera Travel Group tapað háum fjárhæðum vegna fluga sem greidd höfðu verið til flugfélagsins en ekki verið flogin. Fyrirvaralaust hafi þurft að kaupa önnur flug til að vernda farþega fyrirtækjanna. 

Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag, Travelco, með milljarð í nýju hlutafé, sem segir í tilkynningu að stórum hluta hefur nú þegar verið greitt inn.  

Rekstur allra fyrirtækjanna hefur nú verið fluttur undir Travelco Nordic A/S í Danmörku, sem hét áður Primera Travel A/S. Það félag heldur áfram óbreyttum rekstri. Í tilkynningunni kemur fram að til að einfalda félagið og styrkja eigið fé þess hafi öll félögin verið færð undir eitt félag. 

Að lokum er tekið fram að félagið standi við allar skuldbindingar sínar gagnvart öllu starfsfólki og birgjum og heldur áfram rekstri allra ferðaskrifstofanna óbreyttum.

Fóru fram á greiðslustöðvun í byrjun október

Stjórn Primera Air sendi frá sér til¬kynningu í byrjun október og greindi frá því að félagið hyggðist fara fram á greiðslustöðvun. Í tilkynningu sagði stjórn að ákvörðunin væri tekin í ljósi „þungbærra áfalla á síðasta ári þar sem félagið missti m.a. flugvél úr flota sínum vegna tæringar, en það hafði í för með sér viðbótarkostnað upp á 1,5 milljarða króna og jafnframt mikilla seinkana á afhendingu flugvéla frá Airbus á þessu ári. Þær tafir hafa kostað Primera Air um 2 milljarða á árinu 2018.“

Sjá einnig: „Þung­bær á­föll“ urðu Primera Air of­viða

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing