Síleska fjarskiptafélagið WOM vinnur að því að fjármagna arðgreiðslu sem mun skila Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 30 milljarða króna.

Viðskiptablaðið greinir frá og vísar til fréttar Global Capital. Skuldabréfaútgáfan nemur alls 600 milljónum Bandaríkjadala, og þar af fara 350 milljónir í að endurfjármagna WOM og 250 milljónir dollara í að greiða Novator arð.

Þá er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem fram kemur að WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015 þegar félagið var yfirtekið af Novator. Heildarfjárfesting Novator í WOM hefur alls numið 400 milljónum dala.

Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstarhagnaðurinn um 20 milljarðar.