Fjar­skipta­fé­lagið Nova hefur á­kveðið að gefa starfs­mönnum fyrir­tækisins hluta­bréf í fé­laginu fyrir vel unnin störf.

Í til­kynningu frá fjar­skipta­fé­laginu segir að það sé stærsti hlut­hafi Nova, banda­ríska fjár­festinga­fé­lagið Pt Capi­tal sem á­kvað að verð­launa 111 starfs­menn í fullu starfi og í hlut­falli við starfs­aldur.

Markaðs­verð­mæti hlutabréfanna er frá 100 til 500 þúsund krónur og að auki mun Nova greiða launa­bónus til að mæta stað­greiðslu­skatti starfs­manna vegna gjafarinnar.

Gjöfin kemur í kjöl­far þess að Nova verður skráð á aðal­markað Nas­daq Iceland og hefst hluta­fjár­út­boð þann 3. júní.

Margrét Tryggva­dóttir for­stjóri Nova segir í til­kynningunni að það sé mikil spenna fyrir skráningu fé­lagsins á markað og það sé verið að þakka starfs­mönnum fyrir vel unnin störf með gjöfinni.

„Hjá Nova er ein­stakur hópur starfs­fólks sem á stóran þátt í vel­gengni Nova, sem meðal annars sést á því að við höfum verið efst fjar­skipta­fyrir­tækja í Á­nægju­voginni 13 ár í röð, nokkuð sem við í Nova liðinu erum öll stolt af. Núna eru tíma­mót og nýr kafli í sögu Nova og á­nægju­legt að starfs­fólk verði jafn­framt hlut­hafar í fé­laginu sem og við­skipta­vinir,“ segir Margrét.