Auðjöfurinn Elon Musk heldur áfram að fara eigin leiðir en í könnun sem Musk lagði fyrir fylgjendur sína á samskiptamiðlinum Twitter kom fram að 57,5 prósent að hann myndi stíga frá borði sem stjórnandi samskiptamiðilsins.

Alls tóku 17,5 milljónir þátt í skoðanakönnuninni og lofaði Musk að lúta niðurstöðum hennar.

Óvíst er hvert næsta skref Musks verður en það hefur gengið á ýmsu frá því að hann keypti samskiptamiðilinn.

Auðjöfurinn sagði upp fjölmörgum starfsmönnum Twitter og aflétti banni fyrirtækisins yfir reikningum frá mönnum eins og Kanye West og Donald Trump.

Þá fékk Musk því framgengt að reikningar sem sýndu hann í neikvæðu ljósi væru bannaðir.

Bandaríska rappgoðsögnin Snoop Dogg sló á létta strengi og fylgdi því eftir með skoðunarkönnun hvort að hann ætti að taka við forstjórastólinum hjá Twitter.