Dómsmál

Norðurturninn fær ekki rétt á nýtingu bílastæða

Reginn vann mál í héraðsdómi sem Norðurturninn höfðaði vegna notkunar á bílastæðum. Ekki liggur fyrir hvort dóminum verði áfrýjað af hálfu Norðurturnsins.

Norðurturninn við Smáralind. Fréttablaðið/GVA

Eignar­halds­fé­lagið Smára­lind ehf., dóttur­fé­lag Regins, var í Héraðs­dómi Reykja­ness í dag sýknað af öllum kröfum Norður­turnsins hf. um viður­kenningu á kvöð um sam­nýtingu bíla­stæða, sam­nýtingu frá­veitu­lagna og gagn­kvæman um­ferðar­rétt á lóð Haga­smára 1 (Smára­lind) og að sú kvöð veiti Norður­turninum rétt til nýtingar á bíla­stæðum á lóðinni.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Regin til Kaup­hallarinnar. Lands­réttur hafði áður fellt úr gildi úr­skurð Héraðs­dóms Reykja­ness um frá­vísun málsins og er því um efnis­með­ferð í málinu að ræða. Í málinu sem dæmt var í dag var einnig vísað frá kröfum Norður­turnsins á hendur Kópa­vogs­bæ um að deili­skipu­lag Smárans vestan Reykja­nes­brautar yrði fellt úr gildi.

Fast­eigna­fé­lagið Klasi, í eigu fjár­festanna Finns Reyrs Stefáns­sonar, Tómasar Kristjáns­sonar og Ingva Jónas­sonar, hefur síðustu ár unnið að þróun 201 Smára í sam­starfi við Regin og Kópa­vogs­bæ sem á bíla­stæðin við heilsu­gæsluna Hvamm. Gert er ráð fyrir um 84 þúsund fer­metrum af nýju hús­næði eða um 620 í­búðum auk at­vinnu­hús­næðis sunnan við Smára­lind.

Í for­sendum dómsins kemur fram að ekkert í gögnum málsins styðji þá full­yrðingu Norður­turnsins að samið hafi verið um gagn­kvæma sam­nýtingu bíla­stæða á lóðunum Haga­smára 1 og 3. Þvert á móti var hluti sölu­verðs lóðarinnar Haga­smára 3, og eitt af skil­yrðum fyrir sölunni, að gerður yrði samningur þar sem m.a. kæmi fram að hluti af sölu­verðinu væri af­nota­réttindi Smára­lindar af bíla­stæðum í bíla­stæða­húsi Norður­turnsins.

Norður­turninum var gert að greiða hvorum aðila 3.000.000 kr. í máls­kostnað en ekki liggur fyrir hvort dóminum verði á­frýjað af hálfu Norður­turnsins, að því er kemur fram í til­kynningu frá Regin. Hefur niður­staða dóms­málsins ó­veru­lega fjár­hags­lega þýðingu fyrir fé­lagið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Már upptekinn í útlöndum

Dómsmál

Hluthafar bíða nið­ur­stöð­u í bót­a­kröf­u­mál­um gegn Björg­ólf­i

Dómsmál

Undirbúa hópmálsókn vegna hækkunar á fasteignagjöldum

Auglýsing

Nýjast

Stjórn Klakka telur skil­yrði um rann­sókn ekki upp­fyllt

Ólögleg smálán valdi mestum vanda

Gefur Kviku sama frest til að hætta við kaup á GAMMA

Ármann: „Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera“

Tíu prósenta fækkun flugsæta í sumar

Taka 4 millj­arð­a úr Kvik­u láti þeir ekki af „grimmd­ar­­verk­um“

Auglýsing