Dómsmál

Norðurturninn fær ekki rétt á nýtingu bílastæða

Reginn vann mál í héraðsdómi sem Norðurturninn höfðaði vegna notkunar á bílastæðum. Ekki liggur fyrir hvort dóminum verði áfrýjað af hálfu Norðurturnsins.

Norðurturninn við Smáralind. Fréttablaðið/GVA

Eignar­halds­fé­lagið Smára­lind ehf., dóttur­fé­lag Regins, var í Héraðs­dómi Reykja­ness í dag sýknað af öllum kröfum Norður­turnsins hf. um viður­kenningu á kvöð um sam­nýtingu bíla­stæða, sam­nýtingu frá­veitu­lagna og gagn­kvæman um­ferðar­rétt á lóð Haga­smára 1 (Smára­lind) og að sú kvöð veiti Norður­turninum rétt til nýtingar á bíla­stæðum á lóðinni.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Regin til Kaup­hallarinnar. Lands­réttur hafði áður fellt úr gildi úr­skurð Héraðs­dóms Reykja­ness um frá­vísun málsins og er því um efnis­með­ferð í málinu að ræða. Í málinu sem dæmt var í dag var einnig vísað frá kröfum Norður­turnsins á hendur Kópa­vogs­bæ um að deili­skipu­lag Smárans vestan Reykja­nes­brautar yrði fellt úr gildi.

Fast­eigna­fé­lagið Klasi, í eigu fjár­festanna Finns Reyrs Stefáns­sonar, Tómasar Kristjáns­sonar og Ingva Jónas­sonar, hefur síðustu ár unnið að þróun 201 Smára í sam­starfi við Regin og Kópa­vogs­bæ sem á bíla­stæðin við heilsu­gæsluna Hvamm. Gert er ráð fyrir um 84 þúsund fer­metrum af nýju hús­næði eða um 620 í­búðum auk at­vinnu­hús­næðis sunnan við Smára­lind.

Í for­sendum dómsins kemur fram að ekkert í gögnum málsins styðji þá full­yrðingu Norður­turnsins að samið hafi verið um gagn­kvæma sam­nýtingu bíla­stæða á lóðunum Haga­smára 1 og 3. Þvert á móti var hluti sölu­verðs lóðarinnar Haga­smára 3, og eitt af skil­yrðum fyrir sölunni, að gerður yrði samningur þar sem m.a. kæmi fram að hluti af sölu­verðinu væri af­nota­réttindi Smára­lindar af bíla­stæðum í bíla­stæða­húsi Norður­turnsins.

Norður­turninum var gert að greiða hvorum aðila 3.000.000 kr. í máls­kostnað en ekki liggur fyrir hvort dóminum verði á­frýjað af hálfu Norður­turnsins, að því er kemur fram í til­kynningu frá Regin. Hefur niður­staða dóms­málsins ó­veru­lega fjár­hags­lega þýðingu fyrir fé­lagið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Norðurturninn íhugar að áfrýja dómnum

Dómsmál

Emmessís vann Toppís-málið fyrir dómi

Dómsmál

Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum

Auglýsing

Nýjast

Airbnb

ESB gefur Airbnb skýr fyrirmæli

Erlent

Rannsaka samstarf matvörurisa

Innlent

Jóhann Gísli hættur hjá GAMMA

Innlent

Eigendur IKEA á Íslandi fengu 500 milljónir í arð

Erlent

Hagvöxtur í Kína ekki minni í tvö ár

Erlent

Sagði ríkis­stjórninni að búa sig undir erfiða tíma

Auglýsing