Stjórn Sam­herja á­kvað í dag að Þor­steinn Már Bald­vins­son snúi aftur til starfa og verði for­stjóri við hlið Björg­ólfs Jóhanns­sonar sem gegnir for­stjóra­starfi sínu á­fram þar til annað verður á­kveðið. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Sam­herja.

Þar segir að Þor­steinn hafi í nóvember 2019 á­kveðið að stíga tíma­bundið til hliðar sem for­stjóri á meðan fram færi rann­sókn á starf­semi dóttur­fé­laga Sam­herja í Namibíu. Um­fjöllun Kveiks um Sam­herja­skjölin vakti heims­at­hygli.

Þá segir á vef Sam­herja að rann­sóknin sé vel á veg komin, heyri undir stjórn Sam­herja og er í höndum norsku lög­manns­stofunnar Wik­borg Rein. Stjórn Sam­herja fól Björg­ólfi Jóhanns­syni að veita Wik­borg Rein alla mögu­lega að­stoð í krafti stöðu sinnar sem starfandi for­stjóri Sam­herja, að því er segir á síðu fé­lagsins.

„Þor­steinn Már Bald­vins­son fær það verk­efni að leiða að­gerðir Sam­herja vegna þeirra fá­heyrðu að­stæðna sem eru uppi vegna út­breiðslu Co­vid-19. Stjórn Sam­herja telur að sterk for­ysta með ítar­lega þekkingu á mann­auði, veiðum, vinnslu, sölu, flutningum og öllum öðrum rekstri sam­stæðunnar muni skipta sköpum í þeim að­gerðum sem ráðast þarf í. Þor­steinn Már hefur áður stýrt Sam­herja í gegnum ís­lenska banka­hrunið og al­þjóð­legu fjár­mála­kreppuna með fram­úr­skarandi árangri. Stjórn Sam­herja telur því að enginn sé betur í stakk búinn að takast á við nú­verandi að­stæður,“ segir Ei­ríkur S. Jóhanns­son, stjórnar­for­maður Sam­herja.

Segir enn fremur að rann­sókn á starf­semi í Namibíu muni halda á­fram óháð breytingum á yifr­stjórn sam­stæðunnar. „Wik­borg Rein mun á­fram heyra beint undir stjórn Sam­herja og Björg­ólfur Jóhanns­son mun á­fram veita lög­manns­stofunni allar þær upp­lýsingar og þá að­stoð sem hún þarf. Þótt reikna megi með töfum á rann­sókninni vegna þeirrar fá­heyrðu stöðu sem er uppi er enn stefnt að því að ljúka henni í vor. Verða niður­stöðurnar kynntar fyrir stjórn Sam­herja og þar til bærum stjórn­völdum strax í kjöl­farið.“