For­svars­menn SAS til­kynntu í dag að tíu þúsund starfs­menn verði sendir í tíma­bundið leyfi á meðan kóróna­veirufar­aldurinn gengur yfir. Vonast er til þess að starfs­mennirnir geti komið aftur þegar krísan er yfir­staðin. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi fé­lagsins í dag, NRK greinir frá.

Ljóst er að frá og með mánu­deginum verður gert hlé á stærstum hluta starf­semi fé­lagsins. Um er að ræða 90 prósent starfs­manna.

Rickard Gustaf­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lagsins, segist vona að ekki þurfi að grípa til upp­sagna vegna þessa. Vonir standi til um að við­komandi starfs­menn fái flestir eða allir að snúa aftur til vinnu.

Hann sagði leitt að grípa til slíkra að­gerða en ljóst að skil­yrði fyrir flug­rekstri séu svo gott sem horfin, tíma­bundið, vegna kóróna­vírussins. Þess vegna sé þörf á að fyrir­tækið grípi til að­gerða nú.

Eins og fram hefur komið hafa bæði dönsk og norsk yfir­völd til­kynnt um lokun landa­mæra sinna næsta mánuðinn vegna út­breiðslu kóróna­veirunnar.