Ávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var 13 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það jafngildir 9,2 prósenta raunávöxtun. Á sama tímabili jukust lífeyrisgreiðslur um 13 prósent og sjóðfélögum á lífeyri fjölgaði um átta prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hlutfall hlutabréfa í eignasafni sjóðsins hefur hækkað á árinu og er nú 55 prósent. Þá hefur hlutfall erlendra eigna einnig hækkað og er 44 prósent.

Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins, sagði á fundi fulltrúaráðs sem streymt í gær að hrein eign til greiðslu lífeyris hafi vaxið úr 850 milljörðum króna í byrjun árs í 975 milljarða í lok nóvember, eða um 125 milljarða. Fjármunatekjur hafi verið 112 milljarðar og iðgjöld 31 milljarður. Greiddur lífeyrir hafi verið 17 milljarðar króna. Árleg meðaltalsraunávöxtun síðustu 20 ára væri 4,5 prósent.