Innlent

Níu milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur fé­lagsins en skiptum í þrota­búinu lauk í febrúar. Uglý Pizza opnaði upp­runa­lega árið 2015 en var tekið til gjald­þrota­skipta í nóvember í fyrra.

Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur. Fréttablaðið/Getty

Skiptum er lokið í þrotabúi Uglý Pizza ehf. sem rak samnefndan pítsustað í tæplega tvö ár. Gjaldþrotið nam tæplega níu milljónum króna án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta hinn 15. nóvember í fyrra og lauk skiptum í febrúar.

Uglý Pizza var upprunalega opnaður á Smiðjuvegi undir lok árs 2015. Staðurinn dró nafn sitt af blómkálsbotni sem hann bauð upp á, hollum kosti en sérkennilegum í útliti. Síðar var reksturinn færður niður í Lækjargötu, til móts við Menntaskólann í Reykjavík, þar sem pítsustaðurinn Gamla smiðjan var áður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fasteignafélögin fengu meðbyr

Innlent

Skot­silfur: Leita til Logos og Deloitte

Innlent

Íslensk flugfélög geta samið um Síberíuflugleiðina

Auglýsing

Nýjast

Fasteignafélög fengið nær alla athyglina í dag

Enn syrtir í álinn hjá Snapchat

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Arion semur við Citi um ráðgjöf vegna Valitor

Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf

AGS segir Seðla­banka að af­nema inn­flæðis­höftin

Auglýsing