Innlent

Níu milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur fé­lagsins en skiptum í þrota­búinu lauk í febrúar. Uglý Pizza opnaði upp­runa­lega árið 2015 en var tekið til gjald­þrota­skipta í nóvember í fyrra.

Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur. Fréttablaðið/Getty

Skiptum er lokið í þrotabúi Uglý Pizza ehf. sem rak samnefndan pítsustað í tæplega tvö ár. Gjaldþrotið nam tæplega níu milljónum króna án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta hinn 15. nóvember í fyrra og lauk skiptum í febrúar.

Uglý Pizza var upprunalega opnaður á Smiðjuvegi undir lok árs 2015. Staðurinn dró nafn sitt af blómkálsbotni sem hann bauð upp á, hollum kosti en sérkennilegum í útliti. Síðar var reksturinn færður niður í Lækjargötu, til móts við Menntaskólann í Reykjavík, þar sem pítsustaðurinn Gamla smiðjan var áður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ummælin: Guðbrandur um klofninginn

Innlent

Sig­ríður ráðin fram­kvæmda­stjóri Lyfju

Innlent

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Auglýsing

Nýjast

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Auglýsing