Ástralska flug­fé­lagið Qantas tókst ætlunar­verk sitt nú á dögunum en fé­lagið lauk lengsta til­rauna­flugi sögunnar í á­ætlunar­flugi á milli New York og S­yd­n­ey nú á dögunum. Svo gæti því farið að um verði að ræða reglu­leg flug á milli borganna tveggja árið 2022, að því er fram kemur á vef BBC.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá fór flug­vélin, af gerðinni Boeing 787-9, í loftið á föstu­daginn var og var vel fylgst með líðan á­hafnarinnar og far­þega. Alls voru 49 manns um borð en til­raunin var gerð í sam­starfi við há­skólann í S­yd­n­ey.

Í frétt BBC kemur fram eins og áðurr segir að flugið hafi heppnast vel en klukkur allra far­þega voru stilltar á ástralska tíma um leið og þeir stigu inn í vélina. Þeim var svo haldið vakandi þar til kom að áströlskum nátt­tíma til að lág­marka flug­þreytu.

Fylgst var með heila­bylgjum, mela­tónín magni og þá voru gerðar æfingar um borð í vélinni með far­þegum en lykil­til­gangur til­rauna­flugsins nú er að sjá hvaða á­hrif það hefur á líkamann að fara í gegnum svona mörg tíma­belti eins hratt og raun ber vitni. Flugið tók ní­tján klukku­stundir og sex­tán mínútur.

Sam­keppni á svo löngum flug­leiðum hefur farið harðnandi undan­farin ár. Singa­por­e Air­lines flýgur til að mynda lengsta á­ætlunar­flug í heimi að svo stöddu en fé­lagið flýgur frá Singa­por­e til New York og tekur flugið á­tján klukku­stundir og 25 mínútur. Qantas mun á næstunni prófa flug á milli London og Sydney.

Vel var hugað að heilsu farþega.
Fréttablaðið/AFP