Niceair hefur á­kveðið að bæta við flugi til Kaup­manna­hafnar og mun fé­lagið fljúga þrisvar í viku til höfuð­borgar Dan­merkur frá og með 1. júní næst­komandi.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu en til þessa hefur fé­lagið flogið þangað tvisvar í viku, á fimmtu­dögum og sunnu­dag. Nú hyggst fé­lagið bæta við þriðju ferðinni sem farin verður á þriðju­dögum.

„Það hefur sýnt sig að Kaup­manna­höfn er afar vin­sæll á­fanga­staður Ís­lendinga og vaxandi fjöldi notar Kastrup sem tengi­flug­völl um alla Evrópu. Frá Kaup­manna­höfn er flogið til meira en 200 á­fanga­staða um allan heim og þetta nýtir nú þegar um þriðjungur far­þega okkar,“ segir Helgi Ey­steins­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðs­mála Niceair, í til­kynningu fé­lagsins.

Helgi bendir enn fremur á að flogið sé á morgnana klukkan 07:45 og getur far­þegum gefist góður tími á Kastrup áður en flogið er lengra síð­degis.

„Hér munar auð­vitað mestu um að far­þegar okkar eru nú að komast á loka­á­fanga­stað innan eins dags, í stað þess að leggja land undir fót á Ís­landi og gista til næsta dags til að taka flugið. Gamli höfuð­staðurinn er síðan ekki síst vin­sæll sem frá­bær helgar­ferða­staður” segir Helgi.