Í ljósi heims­far­aldurs Co­vid-19 og fyrir­­­mæla ís­­lenskra yfir­­valda um hert sam­komu­bann neyddust for­svars­menn Bláa lónsins að loka starfs­stöðvum sínum tíma­bundið eða til 30. apríl. Tók lokunin til starf­­semi fyrir­­­tækisins í Svarts­engi og verslana á Lauga­veginum og í Flug­­stöð Leifs Ei­­ríks­­sonar. Fyrir­tækið til­kynnti að það myndi þó ekki stöðva alla starf­semi, heldur ein­beita sér að ýmsum innri verk­efnum og nýta tímann fram að lok apríl mánaðar í við­hald, við­­skipta­­þróunar­­mál, staf­ræna þróun og markaðs­­mál.

Líkt og fjöl­mörg önnur fyrir­tæki hér á landi hefur Bláa lónið neyðst til að grípa til niður­skurðar á þessum ó­vissu tímum. Í til­kynningu frá Bláa lóninu segir að vegna full­kominnar ó­vissu sé það ó­hjá­kvæmi­legt að segja upp 164 starfs­mönnum en 764 starfs­menn störfuðu hjá fyrir­tækinu í febrúar sl. Í til­kynningu segir:

„Verið [er] að bregðast við for­dæma­lausum að­stæðum og gjör­breyttu rekstrar­um­hverfi fyrir­tækisins, en eins og þegar hefur verið til­kynnt, hefur fé­lagið nú lokað öllum starfstöðvum sínum til a.m.k. loka apríl­mánaðar næst­komandi.“

Þá segir einnig að með þessum að­gerðum og tíma­bundnum úr­ræðum stjórn­valda um hluta­störf verði þess freistað að verja störf þeirra 600 starfs­manna sem munu starfa hjá fyrir­tækinu eftir niður­skurðinn. Einnig kemur fram í til­kynningunni:

„Á­ætlað er að rúm­lega 400 starfs­mönnum verði boðið upp á að nýta sér hin tíma­bundnu úr­ræði enda verður starf­semi fé­lagsins í al­gjöru lág­marki á þeim tíma sem þau eru í boði.“