For­svars­menn Net­flix hyggjast skera upp her­ör gegn lykil­orða­deilingum á streymis­veitunni, í kjöl­far fregna af því að veitan hefur misst rúm­lega tvö hundruð þúsund á­skrif­endur á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Í um­fjöllun BBC um málið kemur fram að for­svars­menn fyrir­tækisins hafi sagt hlut­höfum að tekjur þess hafi lækkað all­veru­lega á fyrsta árs­fjórðungi. Telja þeir þar mest um að kenna mikilli leyni­orða­deilingu í bland við aukna sam­keppni á streymis­veitu­markaðnum.

Telur Net­flix að í hið minnsta hundrað milljón heimili brjóti gegn reglum streymis­veitunnar með því að deila lykil­orðum sín á milli. Áður hefur Reed Hastings, for­stjóri fyrir­tækisins, sagt að slíkar deilingar á milli fjöl­skyldu­með­lima sé ó­hjá­kvæmi­legur fylgi­fiskur bransans.

Þá hafa for­svars­mennirnir áður sagst telja að lík­lega hafi slíkar leyni­orða­deilingar orðið til þess auka tekjur fyrir­tækisins. Nú virðist stefnan hafa breyst.

„Þegar við uxum hratt, þá var þetta ekki for­gangs­at­riði. Nú hins­vegar munum við vinna ötul­lega gegn þessu,“ sagði Reed á fundi með hlut­höfum.

Fyrir­tækið hefur hafist handa við að prófa nýjar reglur í Suður-Ameríku sem sporna eiga gegn leyni­orða­deilingum. Hluta­bréfa­virði fyrir­tækisins féll um 25 prósent þegar tíðindin voru til­kynnt en streymis­veitan er enn sú lang­stærsta í heiminum, með fleiri en 220 milljón á­skrif­endur.