Banda­ríska streymis­veitan hefur hafið við­ræður við hand­rits­höfundinn Mark Boal um gerð kvik­myndar um at­burði undan­farinna daga á Wall Street þar sem hópur smárra fjár­festa tók sig saman á sam­fé­lags­miðlinum Reddit og fjár­festi í hluta­bréfum í tölvu­leikja­versluninni GameStop og kvikmyndahúsakeðjunni og sjón­varps­fyrir­tækinu AMC. Vogunar­sjóðurinn Mel­vin Capi­tal, sem hafði ætlað sér að græða á lækkun hluta­bréfa í GameStop með skort­sölu á hluta­bréfum í fyrir­tækinu varð fyrir tekju­falli sem nam 53% í janúar vegna kaupa net­verjanna, sam­kvæmt breska ríkis­út­varpinu BBC.

Kvikmyndahús AMC í bænum Wheaton í Maryland, sem lokað hefur dyrum sínum vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins.
Fréttablaðið/EPA

Skort­sala er þegar eign er fengin að láni og hún síðar seld með það að mark­miði að kaupa hana aftur á lægra verði. Til að endur­greiða lánið sem tekið var fyrir fjár­festingunni þarf að kaupa eignina aftur. Þessi að­ferð er til dæmis beitt þegar veðjað er á að verð­gildi eignar lækki. Þeir sem taka skort­stöðu geta þá keypt eignina á lægra verði en þeir seldu hana á og grætt þegar þeir hafa losað sig úr skort­stöðu.

GameStop hefur verið í miklum rekstrar­erfið­leikum líkt og margar verslunar­keðjur í Banda­ríkjunum. Hluta­bréf í fyrir­tækinu voru verð­lögð á 20 dollara í lok desember en hækkuðu upp í 350 dollara á mið­viku­daginn. Með verð­hækkunum bréfanna neyddust vogunar­sjóðir sem veðjað höfðu á verð­fall bréfa í fyrir­tækinu að kaupa bréf í því til að vega upp á móti tapi vegna verð­hækkana á hluta­bréfunum. Verð á bréfum í GameStop er nú 225 dollarar og hlutabréf í AMC eru nú verðmetin á 13 dollara.

Mótmælendur komu saman á Wall Street í New York 31. janúar vegna GameStop-málsins.
Fréttablaðið/EPA

Hluta­bréfa­miðlunin Robin­hood, sem gerir smærri fjár­festum kleift að kaupa hluta­bréf, lokaði fyrir sölu á bréfum í GameStop á fimmtu­daginn. Elon Musk, for­stjóri bíla­fyrir­tækisins Tesla, lét Vla­dimir Ten­ev einn stofnanda Robin­hood heyra það á sam­fé­lags­miðlinum Club­hou­se í gær fyrir að loka á sölu bréfanna og sakaði fyrir­tækið um að ganga erinda vogunar­sjóða á kostnað smærri fjár­festa. Hann hefur lengi talað gegn skort­sölu á hluta­bréfum og lýst þeim sem „lög­legri“ svika­myllu.

Ten­ev hefur þver­tekið fyrir þessar á­sakanir og segir orð­róma um að fyrir­tæki hans hafi látið undan þrýstingi vogunar­sjóða ekki eiga við rök að styðjast. Hann segir á­stæðuna fyrir því að lokað var á kaup og sölu í bréfum í GameStop vera að fyrir­tækið þurfi að fylgja lögum og reglum um lausa­fjár­stöðu Robin­hood.

Mark Boal skrifaði meðal annars hand­ritið að kvik­myndinni Zero Dark Thir­ty sem fjallaði um þegar Osama Bin Laden var ráðinn af dögum af banda­rískum sér­sveitar­mönnum og The Hurt Locker, um sprengju­sér­fræðing í Íraks­stríðinu sem hann hlaut tvenn Óskars­verð­laun fyrir, bæði fyrir upp­runa­legt hand­rit og bestu mynd. Hann var til­nefndur til Óskars­verð­launa fyrir hand­rit sitt að Zero Dark Thir­ty en báðum myndunum var leik­stýrt af Kat­hryn Bigelow. Kvik­myndin var til­nefnd til Óskars­verð­launa, meðal annars sem besta myndin og besta upp­runa­lega hand­ritið.

Leikarinn Noah Centineo.
Fréttablaðið/EPA

Sam­kvæmt heimildum Deadline er ráð­gert að hinn 24 ára gamli Noah Centineo fari með aðal­hlut­verk í mynd Net­flix en hann er þekktastur leik sinn í mynd streymis­veitunnar “To All the Boys I’ve Loved Bef­or­e.” Auk þess hefur fram­leiðslu­fyrir­tækið Metro-Goldwyn-Mayer í hyggju að gera mynd um málið sem hlotið hefur vinnu­heitið „The Anti-Social Network.“. Hún verður byggð á bók Ben Mezrich og Metro-Goldwyn-Mayer festi kaup á. Mezrich skrifaði bókina „The Accidenti­al Billionaires“ sem fjallaði um upp­haf sam­fé­lags­miðilsins Face­book. David Fincher leik­stýrði kvik­myndinni „The Social Network“ byggðri á bókinni árið 2010 og hlaut hún þrenn Óskars­verð­laun.