Úrvalsvísitala Nasdaq-Iceland hækkaði um 3,4 prósent í júní og stóð í 2089 stigum við lokun markaða í gær, að því er kemur fram í mánaðarlegu viðskiptayfirliti kauphallarinnar.

Veltuaukning í mánuðinum nam 26 prósent frá því maí og 49 prósent frá því í júní á síðasta ári.

Heildarvelta var tæplega 2,2 milljarðar á dag. Mest viðskipti voru með bréf Marels, en þar á eftir Arion banka , Heimavalla og Símans.

Flest viðskipti voru hins vegar með bréf Icelandair þó að þar hafi upphæðir oftast nær verið í lægri kantinum.

Fram kemur í viðtali við Magnús Harðarson, forstjóra Nasdaq Iceland í Markaðnum í dag, að fjárfestar og aðrir markaðsaðilar nefni reglulega að velta á íslenskum verðbréfamarkaði, einkum í hlutabréfum, þurfi að vera meiri svo að verðmyndun sé betri.