Innlent

Nafn­lausa pítsu­staðnum við Hverfis­götu lokað

Nafnlausi staðurinn var þekktur fyrir óhefðbundna rétti. Síðasta pítsan var afgreidd á sunnudag, en hún var borin fram með trufflumajónesi,.

Nýr staður verður opnaður í stað hins nafnlaussa. Hvort nýi staðurinn verði nafnlaus skal ósagt látið.

Nafn­lausa pítsu­staðnum við Hverfis­götu 12 hefur verið lokað. Frá þessu er greint á Face­book-síðu hins nafn­lausa, en síðasta pítsan var af­greidd á sunnu­dag. 

Staðurinn vakti at­hygli fyrir ó­hefð­bundna rétti á borð við pipar­köku­pítsur og stökk grísa­eyru. Fram kemur á síðu veitinga­staðarins að nýr staður verði opnaður og fram­undan sé nýtt upp­haf. 

Síðasta pítsan á Hverfis­götunni var afgreidd á sunnudag og borin fram með truffluma­jónesi, að því er segir í færslunni. „Hlökkum til að segja ykkur frá nýja veitinga­staðnum á næstu dögum. Sjáumst á fimmtu­dag!“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samsett hlutfall VÍS endaði í 98,5 prósentum

Innlent

Guide to Iceland stefnir inn á gistimarkaðinn

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing