Innlent

N1 frestar samruna við Festi

Ákvörðun um samruna N1 og Festi hf. átti að berast frá Samkeppniseftirlitinu í dag. N1 hefur hins vegar tilkynnt að þau ætli að fresta samruna. N1 hefur þó upplýst Samkeppniseftirlitið um að félagið ætli að tilkynna aftur um samrunann.

Festi rekur meðal annars verslanirnar ELKO og Krónuna Fréttablaðið/Vilhelm og Ernir

N1 hefur tilkynnt Samkeppniseftirlitinu að þau hafi afturkallað samrunatilkynningu sína við Festi hf. Samkeppniseftirlitið hefur haft samrunann til rannsóknar og var rannsókn málsins á lokastigi og ákvörðunar að vænta í dag. Tilkynningin um samrunann barst eftirlitinu upprunalega þann 31. október 2017.

Afturköllunin er einhliða ákvörðun og segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins að það taki ekki afstöðu til ákvörðunarinnar, en hún feli þó í sér að umræddu máli er lokið og ekki geti því komið til samrunans að svo stöddu.

N1 hefur þó upplýst Samkeppniseftirlitið um að félagið ætli að tilkynna aftur um samrunann og mun á sama tíma leggja fram tillögur um skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir þær samkeppnishindranir sem voru taldar geta stafað af samrunanum.

Greint var frá því um miðjan mars að Samkeppniseftirlitið taldi ekki heppilegt að svo stöddu að ganga til sáttaviðræðna við N1 vegna kaupa félagsins á Festi. Festi rekur meðal annars verslanirnar Krónuna og ELKO. 

Samkeppniseftirlitið segir að þau muni taka afstöðu til tillagna N1 um skilyrðin og meðferð málsins verði hraðað.

Sjá einnig:  Rannsaka frekar kaup N1 á Festi

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Endurnýja samning um brunavarnir

Innlent

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Auglýsing

Nýjast

Erlent

App­le kynnir vél­mennið Daisy til sögunnar

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Auglýsing