Alþingi

Ný kortalög gætu sparað neytendum yfir milljarð

Lögin miða að því að lækka kostnað neytenda um allt að 1,15 milljarð króna.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fram frumvarpið. Fréttablaðið/Ernir

Fjármálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur í samræmi við Evrópureglugerð þess efnis.

Frumvarpsdrögin kveða á um að hámark verði lagt á milligjöld vegna neytendagreiðslukorta sem nema 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Auk þess er kveðið á um bann við svæðisbundnum takmörkunum í leyfissamningum.

Hámörkin á milligjöldum standa nú í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum en þau komust á árið 2014 þegar stærstu greiðslukortafyrirtækin og bankarnir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið. Lögin hafa þannig meiri áhrif á kreditkortafærslur.

Lögin miða að því að lækka kostnað neytenda en í mati ráðuneytisins kemur fram að lækkun kostnaðar geti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilar sér að fullu til neytenda.

Hins vegar kunni lögin að draga úr hvata til útgáfu korta og jafnframt lækka tekjur kortaútgefenda og þar með draga úr virði hluta í þeim félögum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Alþingi

Óábyrgt að búast við lengsta hagvaxtartíma

Innlent

Ó­gilda sam­runa Lyfja og heilsu og Apó­teks MOS

Innlent

Fjár­mála­reglurnar veita falskt öryggi

Auglýsing

Nýjast

Uber seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða dala

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Krónan réttir úr kútnum

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

Már kynnti hugmyndir um innflæðishöftin

Greiðir milljarða í málskostnað vegna Tchenguiz

Auglýsing