Elon Musk, for­stjóri Tesla og einn ríkasti maður heims, hefur á­kveðið að kaupa sam­fé­lags­miðilinn Twitter á 44 milljarða Banda­ríkja­dali. Reu­ters greinir frá.

Twitter hafði sam­þykkt yfir­töku­til­boð Musk í apríl síðast­liðinn, en Musk reyndi að slíta upp­runa­lega sam­komu­laginu og hætta við kaupin. Á­stæðan var meðal annars að Musk var ó­á­nægður með ó­vissuna um fjölda falsaðra not­enda­að­ganga á miðlinum.

Í kjöl­farið sagði stjórnar­for­maður Twitter, Bret Taylor að stjórnin ætlaði með málið fyrir dóm­stóla til að tryggja að kaup­samningnum yrðir fram­fylgt, og það stóð til að það dóms­málið myndi hefjast í Delaware þann 17. októ­ber næst­komandi.

Nú hefur Musk snúist hugur og ætlar hann að ganga í frá kaupunum á Twitter. Þegar fréttirnar láku út um að kaupin væru að ganga í gegn, þutu hluta­bréf Tesla upp í verði.