Fjölmiðlar

Leggja blessun sína yfir kaup Mur­doch á Sky

Breska ríkis­stjórnin hefur lagt blessun sína yfir risa­tiilboð 21st Century Fox á Sky. Um er að ræða tilbið upp á 61 prósent hlut í Sky en Rupert Mur­doch, eig­andi Fox, hefur reynt að fá grænt ljós frá stjórn­völdum í tvö ár.

Ástralski auðjöfurinn Rupert Murdoch heldur áfram að auka umsvif sín á fjölmiðlamarkaði. Fréttablaðið/Getty

Breska ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir kaup fjölmiðlarisans 21st Century Fox á fjölmiðlafyrirtækinu Sky. Fox, sem er í eigu ástralska auðjöfursins Rupert Murdoch, hefur barist um kaupin á Sky við  sjónvarpsrisann Comcast í nokkurn tíma. Kauptilboðið er talið nema um 24,5 milljörðum punda að því er fram kemur í frétt BBC.

Um er að ræða 61 prósent hlut í Sky en Fox hefur reynt að fá samþykki breskra stjórnvalda fyrir kaupunum í um það bil tvö ár. Stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar höfðu áhyggjur af því að umsvif Murdoch yrðu of mikil á breskum fjölmiðlamarkaði.

Talið er að Fox hafi boðist til að selja fréttastofu Sky News til þess að auka líkurnar á samþykki stjórnvalda. Comcast gafst upp í baráttunni í febrúar þegar Fox bauð 22 milljarða punda í Sky. Fox hækkaði síðan boð sitt upp í 24,5 milljarða en nýjasta útspil Comcast var að blanda sér í baráttuna um Sky á ný með tilboði þar sem fyrirtækið er metið á 26 milljarða punda, jafnvirði 3.680 milljarða króna.

Hlutabréf í Sky hækkuðu um tvö prósent í verði eftir að Comcast greindi frá nýjasta yfirtökutilboði sínu. Fox nýtur við yfirtökutilraunina stuðnings bandaríska fjölmiðlarisans Disney, en Disney hefur hug á að eignast hluta af eignum og rekstri Fox, þar með talið 39 prósenta hlut þess í Sky.

Fox-fjölmiðlasamsteypan mun minnka nokkuð ef kaup Disney ganga í gegn, en Rupert Murdoch og synir hans munu þó halda áfram að reka Fox-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum, Fox News-fréttastöðina og ýmsar íþróttarásir Fox.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fjölmiðlar

Kristinn H. Gunnars­son tekur við Bæjarins besta

Fjölmiðlar

Árvakur tapaði 284 milljónum króna

Fjölmiðlar

RÚV fór ekki á svig við sam­keppnis­lög

Auglýsing

Nýjast

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Auglýsing