Innlent

Mjólkursamsalan þróar veganvörur

Mjólkursamsalan hefur hafið þróun á vegan-vörum, án dýraafurða. Fyrrum formaður samtaka grænmetisæta á Íslandi fagnar þessari þróun og segir þetta vera eitt stærsta skref sem hægt er að taka á Íslandi.

Mjólkursamsalan hefur hingað til mestmegnis notast við kúamjólk, eða aðrar dýraafurðir í vöruþróun. Fréttablaðið/Stefán

Mjólkursamsalan(MS) hefur hafið þróun á veganvörum sem fyrirtækið stefnir að komi í sölu síðar á árinu. Tilkynnt var um þessa nýjung á heimasíðu MS fyrr í dag þar sem segir að fyrirtækið hafi í samstarfi við ráðgjafa hafið skoðun og þróun á veganvörum fyrir íslenskan markað. 

Vaxandi eftirspurn eftir vegan

„Markmiðið með þessum nýju veganvörum er að koma til móts við neytendur sem kjósa þessar vörur og eru meðvitaðir um kolefnisfótspor matvara. Vörurnar verða þróaðar með íslensku vatni og áhersla lögð á að önnur innihaldsefni hafi sem minnst kolefnisfótspor.“

Á heimasíðunni kemur jafnframt fram að þessi nýjung sé svar við vaxandi eftirspurn eftir vegan vörum með íslenskri framleiðslu úr íslensku bergvatni. Þá er vonast eftir því að fyrstu vörurnar í þessum flokki verði hægt að kynna síðar á árinu.

Sigvaldi Ástríðarson fagnar þessari þróun. Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson

Stórt skref á Íslandi

Skiptar skoðanir eru um þessa nýjung inn í Facebook-hópnum Vegan Ísland en flestir virðast þó fagna þessari þróun, þrátt fyrir sumir segist vera lítt hrifnir af fyrirtækinu sjálfu. Þá segjast flestir vera viljugir til þess að kaupa þessar nýju vörur.

„Þetta er eitt stærsta skref sem getur gerst á Íslandi,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, grænkeri og fyrrum formaður samtaka grænmetisætna á Íslandi. Hann fagnar þessari þróun og segir aðra grænkera sem hann hefur rætt við gera slíkt hið sama. „Við sjáum bara fram á að þetta eigi eftir að aukast. Framboð eykst alls staðar og hver einasti veitingastaður á landinu býður upp á eitthvað fyrir vegan. Þetta er bara framtíðin.“

Gott dæmi um það sem koma skal

Aðspurðir um skiptar skoðanir um þessa þróun og Mjólkursamsöluna inn á Vegan Ísland hópnum segir Sigvaldi að sem vegan-manneskja þá sé þetta fyrirtæki sem fólk venji sig á að forðast. „Þegar jafnvel svona fyrirtæki er að taka svona mikilli þróun þá er þetta kannski bara gott dæmi um það sem koma skal.“

Sigvaldi segist að lokum vonast til þess að í framhaldi aukist framleiðsla á veganvörum hjá fyrirtækinu og vörum með dýrafurðum, svo sem kúamjólk fækki. 

„Þetta sýnir okkur bara að þegar meira að segja McDonalds er farið að bjóða upp á vegan borgara þá er þetta að verða algengara og hættir með tímanum að vera tabú.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing