Mjólkur­sam­salan er nýr aðal­styrktar­aðili Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar. Í til­kynningu frá Lands­björg kemur fram að fé­lagið hafi átt í góðu sam­starfi við Mjólkur­sam­söluna undan­farin ár. Þau hafa, meðal annars, notið stuðnings í formi vöru­út­tekta þegar sjálf­boða­liðar sinna tíma­frekum út­köllunum og fjár­öflunum.

Fé­lögin hafa nú stigið skrefinu lengra og undir­ritað sam­starfs­samning og þar með bætist Mjólkur­sam­salan í hóp aðal­styrktar­aðila Lands­bjargar.

„Sá stuðningur sem við finnum fyrir í sam­fé­laginu er okkur ó­metan­legur. Við gætum ekki leyst verk­efni okkar án stuðnings sem við fáum frá al­menningi og fyrir­tækjunum í landinu. Þess vegna er fram­tak Mjólkur­sam­sölunnar til fyrir­myndar og okkur hlakkar til að eiga á­fram gott sam­starf við MS í fram­tíðinni“ sagði Kristján Þór Harðar­son fram­kvæmda­stjóri fé­lagsins.

Hafa stutt við viðbragðsaðila á Reykjanesi

Í til­kynningu kemur fram að mikið hafi mætt á sjálf­boða­liðum frá því að jarð­skjálftarnir hófust af krafti á Reykja­nesi og svo frá því að eld­gosið hófst fyrir mánuði í Geldinga­dölum.

„Undan­farnar fjórar vikur hafa um 1.000 sjálf­boða­liðar frá björgunar­sveitum, af nánast öllu landinu, lagt sitt af mörkum til að tryggja öryggi ferða­fólks við gos­stöðvarnar. Margir hópar sjálf­boða­liða hafa staðið vaktina og oftar en ekki hafa vaktir verið mannaðar allan sólar­hringinn. Við þessar að­stæður hefur það sýnt sig enn og aftur að gott sam­starf Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar við fyrir­tæki eins og Mjólkur­sam­söluna er nauð­syn­legt til að tryggja að fé­lagið geti sinnt sínu hlut­verki,“ segir í til­kynningunni.

Þar kemur fram að fé­lagar Slysa­varna­deildinni í Grinda­vík hafi frá upp­hafi goss séð til þess að allir björgunar­menn í verk­efnum við gos­stöðvarnar fái mat milli vakta og þar hafi stuðningur Mjólkur­sam­sölunnar komið sér vel, á­samt stuðnings frá fjölda annarra fyrir­tækja. En um­fang sam­starfsins við Mjólkur­sam­söluna varð til þess að á­kveðið var að festa enn frekar í sessi sam­starfið og þróa það á­fram.

„Mjólkur­sam­salan leggur mikla á­herslu á stuðning við fjölda sam­fé­lags­verk­efna og er fyrir­tækið stoltur styrktar­aðili Slysa­varnar­fé­lagsins Lands­bjargar. Við hvetjum bæði starfs­fólk okkar og aðra lands­menn til að styðja við starf Lands­bjargar með því að gerast Bak­verðir björgunar­sveitanna enda starf þeirra bæði ein­stakt og nauð­syn­legt“ segir Guð­ný Steins­dóttir, markaðs­stjóri MS.