Alls hafa íslensk skip landað um 18,7 þúsund tonnum af makríl á yfirstandandi vertíð. Á sama tíma í fyrra hafði ríflega 26 þúsund tonnum verið landað. Samdrátturinn milli ára er því 28,5 prósent, en þetta kemur fram í aflaupplýsingum Fiskistofu.

Lítið sem ekkert hefur fundist af makríl nálægt landi eins og var fyrir fáum árum. Því hefur íslensku uppsjávarflotinn þurft að elta fiskinn langleiðina inn í norsku efnahagslögsöguna í Síldarsmuguna, sem er miðja vegu milli Íslands, Noregs og Jan Mayen.

Veiðin þar hefur hins vegar farið minnkandi á síðustu dögum og nú er makríls leitað austur af landinu, en frá því er greint á Facebook-síðu Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað.

Fjölmörg skip eru sögð hafa orðið var við makríl í íslensku lögsögunni, en torfur hafa ekki þétt sig nóg til að skapa bestu aðstæður til veiða. Þar að auki er spáð slæmu veðri á miðunum á næstu dögum.