Erlent

Minni eignir í stýringu BlackRock

Larry Fink, forstjóri BlackRock. Fréttablaðið/Getty

Eignir í stýringu BlackRock, stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, drógust saman um fimm prósent á síðasta ári eftir mikinn vöxt á árunum þar á undan og námu um 5.975 milljörðum dala í lok ársins.

Innflæði í sjóði bandaríska fyrirtækisins námu 124 milljörðum dala umfram útflæði í fyrra en það er helmingi minna innflæði en á árinu 2017 og jafnframt mun minna en hjá helsta keppinautnum, Vanguard, þar sem nettó innflæðið var 232 milljarðar dala.

Hlutabréf í BlackRock lækkuðu um 24 prósent í verði á síðasta ári, að því er segir í frétt Financial Times, en til samanburðar nam hlutabréfalækkunin að meðaltali um 26 prósentum í bandaríska eignastýringargeiranum.

Þrátt fyrir að eignir í stýringu BlackRock hafi dregist nokkuð saman jukust tekjur eignastýringarrisans um fjögur prósent á árinu. Má rekja aukninguna til hærri grunnþóknunar sem og vaxandi tekna af tæknitengdum vörum. Árangurstengd þóknun fyrirtækisins lækkaði hins vegar.

Forsvarsmenn BlackRock sögðust í síðustu viku hafa í hyggju að segja upp 500 starfsmönnum sem jafngildir um þremur prósentum af heildarstarfsmannafjölda fyrirtækisins á heimsvísu, eftir því sem fram kemur í frétt Financial Times.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Laxeldi

Hús­leitir hjá eig­anda Arnar­lax

Erlent

Sviss­neski bankinn UBS fær 500 milljarða sekt

Erlent

Banna skortsölu með bréf í Wirecard

Auglýsing

Nýjast

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Auglýsing