Í sam­starfi við yfir­völd og heil­brigðis­kerfið þróaði Origo staf­rænar tækni­lausnir í Co­vid-19 far­aldrinum fyrir bólu­setningar, sýna­tökur, raf­ræn vott­orð og skimun á landa­mærum.

Origo segir að með notkun Heilsu­veru var ein­faldara fyrir ein­stak­linga að panta tíma í skimun og aukinn tíma­sparnaður fólginn í því fyrir bæði ein­stak­linga og heil­brigðis­starfs­fólk. Mesti á­vinningurinn af notkun lausnanna var þó fólgin í því að niður­stöður um smit bárust fyrr til ein­stak­linga og þeir sem ekki reyndust smitaður gátu sloppið fyrr úr sótt­kví.

Fyrir­tækið segir einnig að stærsti á­batinn af staf­rænum tækni­lausnum í far­aldrinum, var að með því að fá niður­stöður úr skimun gegnum Heilsu­veru með mun hraðari hætti en ella, gátu ein­staklingar sem ekki voru smitaðir í sótt­kví snúið aftur til vinnu.

Hag­fræði­stofnun mat að lík­legast væri á­batinn af notkun Heilsu­veru mjög van­metinn en heildar­sparnaðurinn að frá­dregnum kostnaði var 8,7 milljarðar króna. Margt var ekki tekið með í út­reikningana, til dæmis sýna­töku­kerfið á landa­mærunum og vott­orðin sem hægt var að sækja sjálf­virkt gegnum Heilsu­veru.

,,Tæki­færin eru enda­laus innan heil­brigðis­tækni og skýrsla Hag­fræði­stofnunar ýtir undir mikil­vægi þess að styðja við frekari þróun á heil­brigðis­tækni sem mun ó­hjá­kvæmi­lega ýta undir mikinn sparnað bæði fyrir heil­brigðis­starfs­fólk en einnig al­menning. Heil­brigðis­lausnir Origo þróa fjöl­breyttar lausnir fyrir ís­lenskt heil­brigðis­kerfi. Allar þær lausnir sem við þróum eru með það í huga að styðja við störf heil­brigðis­starfs­fólks og auka öryggi og gæði í þeirri heil­brigðis­þjónustu sem er veitt," segir Arna Harðar­dóttir, sölu- og markaðs­stjóri heil­brigðis­lausna.