Bao Fan, einn þekktasti milljarðamæringurinn í Kína, er horfinn. Að sögn fyrirtækis hans, China Renaissance Holdings, hefur ekkert spurst til eigandans í nokkra daga.

Tilkynningin hefur aukið áhyggjur af að kínversk stjórnvöld séu aftur farin að herja á ríka Kínverja.

Ekki er búið að greina frá því hve lengi Bao Fan hefur verið horfinn en hlutabréf í fyrirtæki hans hafa tekið dýfu í kjölfar tilkynningarinnar.