Tekjur Hjallastefnunnar voru tæpir 3,3 milljarðar króna og var hagnaður ársins um 45 milljónir í fyrra. Laun og launatengd gjöld voru 2,7 milljarðar.

Reikningar Hjallastefnunnar ehf. voru lagðir fram í fræðslunefnd Ísafjarðar í vikunni.

Eigið fé Hjallastefnunnar nam um síðustu áramót 45 milljónum króna. Ársverk voru 349. Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna rekstrarársins.

Hjallastefnan rekur leik- og grunnskóla víða um land, meðal annars leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði.