Ís­lenskum við­skipta­vinum Cyprus De­velop­ment Bank (CDB) var neitað um milli­færslu mikilla fjár­hæða á banka­reikninga á hér á landi sam­kvæmt frétt mbl.is. Þá eiga breytingar innan bankans um hverjir teljist til við­skipta­vina hans að hafa tekið gildi í byrjun nóvember, sem hafi haft þau á­hrif að milli­færslur til Ís­lands hafi verið stöðvaðar.

Ís­land var í síðasta mánuði sett á gráan lista Financial Action Task Force (FATF), al­þjóð­lega fram­kvæmda­hópsins um að­gerðir gegn peninga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Kýpur er þó ekki aðili að FATF en hefur þó sam­kvæmt heimildum mbl.is sett Ís­land á bann­lista.

Eftirlit ábótavant

Sam­kvæmt FATF þótti Ís­land ekki fram­kvæma nægi­legar at­huganir á við­skipta­vinum sínum og væri það því í höndum er­lendra banka að kanna við­skipta­vinina sjálfir. Ekki er ljóst hvort það mat hafi haft á­hrif á stefnu CDB gagn­vart ís­lenskum við­skipta­vinum sínum en bankinn hefur enn ekki gefið út neina til­kynningu um málið.

Vera Ís­lands á gráa listanum hefur verið um­deild meðal stjórn­mála­manna hér­lendis og sagði Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir meðal annars að Ís­land ætti ekki heima á téðum lista. Mongólía og Simba­b­ve voru meðal þeirra landa sem einnig höfnuðu á listanum síðast­liðinn mánuð.