Verð­lags­eftir­lit ASÍ hefur kannað verð á þriggja laga ein­nota and­lits­grímum í verslunum, net­verslunum, mat­vöru­verslunum, apó­tekum og fleiri aðila. Í ljós kemur að mikill verð­munur er á grímunum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá ASÍ.

Úr­val og fram­boð af and­lits­grímum er mjög mis­jafnt milli verslana og mikill verð­munur er á slíkum and­lits­grímum.
Lægsta stykkja­verðið í könnuninni var að finna í Costco, 42 kr. stk eða 2.089 kr., fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkja­verðið var í Eir­berg, 298 kr. gríman eða 5.950 kr. fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á and­lits­grímum sem seldar voru í stykkja­tali var í Kram­búðinni, 49 kr. stk en það hæsta í Lyfju, 209 kr. stk.

Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og ein­nota en eru ekki endi­lega alveg eins þar sem þær koma frá mis­munandi fram­leið­endum. Gæða­munur getur því verið á grímum hjá þeim sölu­aðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sér­fræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé full­nægjandi.

Fjöldi gríma verið tekinn úr um­ferð

ASÍ bendir á að það sé Neyt­enda­stofa sem sér um eftir­lit með and­lits­grímum. Stofnunin hefur orðið vör við að gæðum á and­lits­grímum sé í sumum til­fellum á­bóta­vant og tölu­vert magn af grímum verið tekin úr um­ferð vegna þess.

Þar að auki er tals­vert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum til­fellum verið falsaðar og geta neyt­endur sent Neyt­enda­stofu á­bendingu ef þeir verða varir við slíkt.

Neyt­endur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mis­jöfnum gæðum á ein­nota sem og fjöl­nota and­lits­grímum sem eru á markaði auk þess að vera með­vitaðir um notkun þeirra og með­höndlun til að þær geri gagn.