Meiri velta var í flestum atvinnugreinum á tímabilinu júlí-ágúst 2021 en á sama tímabili 2020 samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Frá þessu er greint á vef Hagstofnunnar.

Árið 2020 var mikið um lokanir og takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins og því er athyglisvert að bera saman veltu haustið 2021 og veltu haustið 2019, þ.e. fyrir faraldurinn.

Ef tímabilið júlí-ágúst 2021 er borið saman við sama tímabil 2019 var hlutfallslega mest hækkun í veltu erlendra fyrirtækja sem eru virðisaukaskattskyld á Íslandi.

Velta í álframleiðslu jókst verulega á tímabilinu.
Ljósmynd/Hreinn Magnússon

Einnig jókst velta verulega í álframleiðslu, annari framleiðslu og smásölu. Velta dróst saman í flestum greinum tengdum ferðaþjónustu. Gengisvísitala hækkaði um 4% á milli júlí-ágúst 2019 og 2021 þannig að einungis hluti hækkana skýrist af veikingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum.