Mikil aukning var í sölu á rafrænum hillumiðum hjá Origo á síðasta ári. Aukning var um 68 milljónir króna á milli áranna 2020 til 2021, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu

Sunna Mist Sigurðardóttir, lausnarstjóri hjá Origo og Sigurjón Hjaltason, vörustjóri, segja nýja og byltingakennda kynslóð framundan í rafrænum hillumiðum sem bæði auki hagkvæmni og þægindi fyrir verslanir og viðskiptavini.

„ Margar verslanir hafa verið að innleiða rafræna hillumiða á síðustu mánuðum og fleiri eru að undirbúa innleiðingu á kerfinu. Þetta hefur gengið vonum framar og innleiðing hefur gengið mjög vel. Verslanir hafa verið að átta sig á hversu mikilvæg þessi lausn er fyrir starfsemina og við höfum heyrt oftar en einu sinni að þær verslanir sem þegar eru komnar með lausnina upp gætu aldrei hugsað sér að fara til baka. Þetta er líka svo miklu meira en bara verðmerking,” segir Sunna og bætir við að lausnin komi frá framleiðandanum SES Imagotag.

Sigurjón segir að verðið uppfærist sjálfkrafa i gegnum fjárhagskerfi verslunarinnar sem spari mikinn tíma fyrir starfsfólk verslana við verðlagningu og verðbreytingar en lausnin auðveldar einnig starfsfólki vörutalningar og áfyllingar í verslunum.

,,Þá einfaldar lausnin jafnframt starfsfólki að taka saman pantanir sem berast í gegnum netverslun þegar það á við. Með rafrænum hillumiðum geta verslanir því aukið skilvirkni og hagræðingu auk þess að bæta upplifun viðskiptavina svo um munar,” segir hann.

Sunna nefnir að kerfið veiti einnig verslunum ákveðið samkeppnisforskot þar sem það auðveldar þeim að bregðast við sveiflum á markaði og setja inn tilboð með stuttum fyrirvara. „Kerfið býður upp á gríðarlegan tímasparnað fyrir verslanir þegar kemur að því að breyta verðum. Lausnin keyrir öll í skýi hjá Microsoft Azure sem tryggir gagnaöryggi, uppfærslur, hærri uppitíma, öruggara viðhald og einfaldari uppsetningu. Með skýjalausninni losna verslanir við að reka eigin netþjón á staðnum og það þarf oftast bara 1-2 senda í hverja verslun. Það er því mikil hagræðing fyrir verslanir sem felst í þessu kerfi,“ segir hún.

Sigurjón bætir við að lausnin bjóði einnig upp á QR kóða tengingu þar sem viðskiptavinurinn skannar miðann og getur þá nálgast ítarlegri upplýsingar um vöruna í gegnum t.d. netverslun. Einnig býður kortlagningu á versluninni svo viðskiptavinir eigi auðveldara með að finna tilteknar vörurnar.

„Þessi lausn sameinar í stuttu máli kosti rafrænna hillumiða og auglýsinga í verslun. Með Vusion rail lausninni er hægt að birta auglýsingar og verðupplýsingar í HD gæðum á þunnum LCD skjám sem gerir verslunum kleift að keyra söluherferðir og kynningarmyndbönd samhliða verði. Þessi nýja kynslóð rafrænna hillumiða býður upp á frábæra leið til að nýta skjái fyrir verðmerkingar í markaðslegum tilgangi, meira en áður hefur verið hér á landi,“ segir Sunna.

Hún segir að nýjasta lausnin frá framleiðandanum sem ber nafnið Captana sé í raun algjör bylting. „Með Captana geta verslanir haft betra eftirlit með þeim vörum sem eru til á hverjum tíma og gerir alla vinnu við áfyllingar í verslun skilvirkari. Captana eftirlitskerfið skannar hillurnar í leit að uppseldum vörum og sendir sjálfkrafa aðvaranir og athugasemdir inn í kerfið. Einnig sér kerfið um endurpantanir á vörum og safnar nauðsynlegum gögnum tengdum vörum og vöruskorti. Skýjalausnin sér svo um að stofna verkefni sem hún sendir í handtölvu starfsmanna og forgangsraðar hvaða vörur er mest áríðandi í sölu og þarf að fylla á strax. Kerfið getur einnig einfaldað þriðja aðila að fylgjast með stöðu á sínum vörumerkjum í hverri verslun og getur sparað þeim mikinn tíma við eftirlit og áfyllingar,“ segir Sunna.