Tækni­risinn Micros­oft mun ekki festa kaup á sam­fé­lags­miðlinum TikTok í Banda­ríkjunum en fyrir­tækið hefur verið í við­ræðum um kaup á miðlinum síðast­liðnar vikur. Að því er kemur fram í frétt Reuters má búast við að tækni­fyrir­tækið Orac­le fari í sam­starf við Byt­eDance þess í stað.

Kín­verskir fjöl­miðlar greindu frá því í dag að Kín­verjar myndu ekki selja miðilinn til Banda­ríkjanna og að þeir myndu frekar loka miðlinum þar í landi en að selja hann. Þrátt fyrir að ByteDance stefni á samstarf við Oracle mun hið síðar nefnda ekki fá forritunarkóða miðilsins í Bandaríkjunum.

Reu­ters hefur það eftir heimildar­mönnum að sam­kvæmt nýjustu til­lögum muni Orac­le vera með­eig­andi og taka við upp­lýsingum um banda­ríska not­endur miðilsins. Þannig verði hægt að hugnast bæði kínverskum og bandarískum yfirvöldum.

Óttast um öryggi miðilsins

Líkt og áður hefur komið fram er TikTok í eigu kín­verska sprota­fyrir­tækisins Byt­edance en yfir­völd í Banda­ríkjunum hafa efast um öryggi miðilsins og sakað kín­versk yfir­völd um að safna upp­lýsingum um Banda­ríska not­endur.

Donald Trump Banda­ríkja­for­seti hótaði því síðast­liðinn júlí að hann kæmi til með að banna TikTok í Banda­ríkjunum vegna málsins. Eftir til­tal frá Micros­oft féllst hann á það í byrjun ágúst að veita Byt­eDance 45 daga til að ganga frá sölu miðilsins og rennur sá frestur út á morgun.