Met­verð fæst nú fyrir gull, en fjár­festar leita um þessar mundir í örugga höfn með fé sitt í skugga heims­far­aldursins og mögu­legra á­hrifa hans á efna­hag heimsins.

Verðið á únsu af gulli hefur hækkað um 27 prósent á árinu en hún fór í 1.944 dollara í gær og var þar með slegið fyrra met frá árinu 2011 þegar únsan fór í 1.912 dollara.

Verð á silfri hefur líka hækkað. Á fimmtu­daginn fór únsa af silfri á 23,24 dollara og hafði ekki verið hærra í sjö ár. Verðið hefur hins vegar haldið á­fram að hækka og fór í 24,21 dollara í gær, sem er sex prósenta hækkun frá fimmtu­dags­metinu.

Fyrr í vor var því spáð að gull­verð næði 1.800 dollurum fyrir árs­lok en nú er því spáð að verðið haldi á­fram að hækka og fari yfir 200 dollara á únsuna.