Í Financial Times greinir frá því að Citigroup og JP Morgan Chase verði fyrstu bankarnir til að kynna rekstrarniðurstöður fjórða ársfjórðungs í lok þessarar viku. Í kjölfarið fylgir Goldman Sachs 18. janúar og Morgan Stanley og Bank of America kynna sínar niðurstöður 19. janúar.

Greinendur reikna með að Citigroup muni sýna mesta hagnað í sögu bankans og byggja það á gögnum frá Bloomberg og S&P Capital IQ.

Haft er eftir Matt O‘Connor, yfirmanni í greiningadeild Deutsche Bank, að ólíklegt sé að svo hár hagnaður sjáist aftur fyrr en í fyrsta sinn eftir þrjú ár.

Engu að síður telja margir að væntanlegar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans á þessu þari muni stuðla að mjög arðbæru ári hjá bönkunum, en hlutabréf í bönkum hækkuðu mun meira en önnur hlutabréf á síðasta ári.

Ein ástæða þess var sú að bankarnir höfðu lagt fyrir háar fjárhæðir til að mæta útlánatöpum sem hafa orðið mun minni en búist hafði verið við. Stærstu sjö bankarnir höfðu lagt til hliðar 50 milljarða dollara til að mæta töpuðum útlánum en hafa getað sótt til baka 36 milljarða.

Önnur ástæða er sú að aldrei hefur verið meira um kaup og yfirtökur fyrirtækja en á síðasta ári sem skiluðu sér ríkulega í háum þóknunum til stærstu fjárfestingabankanna. Margir telja að á þessu ári hljóta að draga úr slíkum umsvifum, m.a. vegna væntanlegra vaxtahækkana vestan hafs.

Hagnaður bankanna hefur að miklu leyti farið í fjárfestingu í tækni, útgreiðslu bónusa og til kaupa á eigin hlutabréfum.

Richard Ramsden, bankagreinandi hjá Goldman Sachs, segir marga telja að toppi hafi verið náð í hagnaði á síðasta ári. Hlutabréf í bönkum hækkuðu um 35 prósent á síðasta ári, mun meira en markaðurinn í heild. Á fyrstu dögum þessa árs hafa bankar haldið áfram að hækka skart.

Greinendur búast við að eftirspurn eftir lántöku aukist á þessu ári þrátt fyrir væntanlegar vaxtahækkanir og að hagnaður banka í ár verði meira vegna vaxtatekna en þóknana, öfugt við það sem var á síðasta ári.