Kol­finna María Níels­dóttir, verk­efna­stjóri Norðan­áttar segir Fjár­festa­há­tíð Norðan­áttar vera mikil­vægan vett­vang fyrir frum­kvöðla og fyrir­tæki sem vilja kynna sínar hug­myndir fyrir fjár­festum, þar með sé einnig verið að auka fjár­festingar­tæki­færi á lands­byggðinni.

Kjarna­starf­semi Norðan­áttar snýr að svo­kölluðum FEW-nexus eða matur- orka- vatn og þau verk­efni sem taka þátt snerta á þessum á­herslum með einum eða öðrum hætti.

Kol­finna segir að verk­efnin sem sækja um og taka þátt snerta öll á orku­skiptum, hring­rásar­hag­kerfinu eða full­nýtingu auð­linda. Mikið er lagt upp úr því að verk­efnin sem kynnt eru á há­tíðinni séu í takt við þær á­herslur.

Umsóknir eftir landshlutum.
Aðsend mynd

„Á­stæðan er sú að þetta eru að okkar mati stóru tæki­færin í at­vinnu­þróun fyrir lands­byggðina. Ný­sköpun í kringum auð­lindirnar okkar og hring­rásar­hag­kerfis hugsun er nauð­syn­leg ef við ætlum að ná sam­keppnis­for­skoti á Ís­landi,” segir Kol­finna.

Hún segir að há­tíðin hafi rennt svo­lítið blint í sjóinn á síðasta ári og að ó­ljóst væri hvort bærinn mynd fá ein­hverja fjár­festa til að koma á Siglu­fjörð. Það varð svo að færri komust að en vildu. Hún segir alla hafa verið í skýjunum eftir við­burðinn, frum­kvöðlarnir, gestir há­tíðarinnar, ráð­herrar sem mættu og ekki síst teymið sem stóð að skipu­lagningu hennar.

„Nú erum við að­eins sjóaðri í þessu og höfum fín­pússað margt varðandi skipu­lagningu og að­komu"

„Nú erum við að­eins sjóaðri í þessu og höfum fín­pússað margt varðandi skipu­lagningu og að­komu að há­tíðinni og fengum frá­bæra ein­stak­linga í ráð­gjafa­hóp til að að­stoða okkur. Í hópnum sitja fjár­festar og sér­fræðingar sem vinna með fjár­festum. Einnig höfum við skipað val­nefnd sem fær það skemmti­lega en erfiða hlut­verk að velja þau sprota- og vaxtar­fyrir­tæki sem fá tæki­færið að kynna verk­efni sín á há­tíðinni. Á­stæðan fyrir því að teymið fór þessa leið var ein­fald­lega til að skilja mark­hópinn okkar betur og auka virði há­tíðarinnar um leið.”