Grétar Már Garðars­son, for­stöðu­maður flug­fé­laga og leiða­þróunar hjá Isavia, segir að far­þega­flugs­hreyfingar á há­tíðar­dögunum í ár verði tölu­vert fleiri en þær hafa verið síðast­liðin ár. Flug­tök og lendingar á að­fanga­dag, jóla­dag og gaml­árs­kvöldi verða næstum því tvö hundruð.

„Hreyfingar yfir þessa þrjá daga eru 192 í ár saman­borið við 157 árið 2019 – það er, síðustu jól og ára­mót fyrir Co­vid-19 heims­far­aldurinn. Flestar ferðir eru til og frá London, Kaup­manna­höfn og Osló. Þetta sýnir enn frekar hve endur­heimtin á Kefla­víkur­flug­velli hefur gengið vel,“ segir Grétar.

Hreyfingarnar til og frá Kefla­víkur­flug­velli í ár munu skiptast í 107 komur og 85 brott­farir. Þar munu 13 flug­fé­lög fljúga til 43 á­fanga­staða í Evrópu og Norður-Ameríku, en vin­sælustu þrír á­fanga­staðirnir yfir há­tíðar­dagana eru London, París og Kaup­manna­höfn.

Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýsinga­full­trúi Sam­taka ferða­þjónustunnar, segir að hvað jól og ára­mót varðar séum við að nálgast svipaða stöðu og við upp­lifðum fyrir heims­far­aldur.

„Á að­fanga­dag er á­ætlað að 44 flug­vélar lendi á Kefla­víkur­flug­velli. Á árunum 2016 til 2018 voru á bilinu 40 til 50 vélar að lenda, en árið 2019 lentu 33 vélar hér á landi þann dag. Á gaml­árs­dag er á­ætlað að 43 flug­vélar lendi á Kefla­víkur­flug­velli saman­borið við 50 til 60 á árunum 2016 til 2019. Þetta er sannar­lega merki um að Ís­land er sterkur á­fanga­staður fyrir ferða­menn.“

„En heilt yfir þá stefnir í góð ferða­þjónustu­jól í ár og vonandi að veður­guðirnir standi með okkur“

Að sögn Skapta hafa ára­mót á Ís­landi lengi verið mjög vin­sæl meðal er­lendra ferða­manna en jólin hafa einnig verið að sækja í sig veðrið. „Á suð­vestur­horni landsins stefnir í mjög góða nýtingu á hótelum og gisti­heimilum yfir jólin og er nánast upp­bókað yfir ára­mótin. Það er hins vegar ekki upp­selt á lands­byggðinni, þannig að þar liggja mikil tæki­færi. En heilt yfir þá stefnir í góð ferða­þjónustu­jól í ár og vonandi að veður­guðirnir standi með okkur,“ segir Skapti Örn.

Í ár er búist við að ný­árs­dagur og annar í jólum verði eins og hver annar dagur í flug­stöðinni. Þann 1. janúar 2023 munu 120 far­þega­flugs­hreyfingar eiga sér stað á Kefla­víkur­flug­velli til og frá 38 á­fanga­stöðum, þar af verða flest flug til og frá London, Kaup­manna­höfn og Osló. Er þetta sami fjöldi flugs og var á ný­árs­dag árið 2019 en tölu­vert meira en síðustu þrjú ár.

Þessar spár eru í takt við það sem kom fram á fundi Isavia fyrr í mánuðinum en þar var greint frá því að Ís­land hefði náð til baka 95 prósentum af allri þeirri ferða­þjónustu­starf­semi sem landið tapaði í far­aldrinum, miðað við 50 prósenta endur­heimt á al­þjóða­vísu.