Viðskipti

Vilja afhenda ríkinu vörumerkið Icelandic

Hágæðafiskur er seldur undir merkjum Icelandic Seafood. Fréttablaðið/Stefán

Lögð verður fram ályktunartillaga á aðalfundi Framtakssjóðs Íslands í dag þess efnis að íslenska ríkinu verði afhent vörumerkin „Icelandic“ og „Icelandic Seafood“. Félagið sem heldur utan um vörumerkin, Icelandic Trademark Holding, er eina óselda eign sjóðsins.

Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, segir sjóðinn ávallt hafa lagt áherslu á að vörumerkin verði til framtíðar í eins óumdeildu og traustu eignarhaldi og kostur sé.

Vörumerkjafélagið er með nytjaleyfissamninga við Solo Seafood, eiganda Ibérica á Spáni, Highliner Foods í Kanada og íslenska fyrirtækið Margildi. Er horft til þess að fleiri fyrirtæki fari í samstarf við vörumerkjafélagið.

Frétt Fréttablaðsins: Sjóðurinn skilaði 110 prósenta ávöxtun

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Minni hagnaður hjá Flugleiðahótelum

Viðskipti

165 milljóna þrot Nesfraktar

Viðskipti

Skráð sig fyrir 30 prósenta hlut í Arion

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Áhrif yfirtökutilboðs ekki neikvæð

Dómsmál

Skeifu­bruna­máli Pennans vísað frá í Hæsta­rétti

Dómsmál

Kári lagði Stapa fyrir Hæsta­rétti og fær 24 milljónir

Innlent

Guðmundur nýr forstjóri HB Granda

Innlent

Rann­veig skipuð að­stoðar­seðla­banka­stjóri

Markaðurinn

Aðalhagfræðingurinn vildi hækka vextina

Auglýsing