Chanel Björk Sturlu­dóttir, einn af með­limum dóm­nefndarinnar, segir að hópnum hafi samið mjög vel og eins hafi verk­efnið verið mjög gefandi. Mörg ólík sjónar­mið hafi komið fram sem endur­spegluðust í á­huga­verðum um­ræðum, en við skipan dóm­nefndar var leitast við að setja saman ein­stak­linga sem hefðu sem fjöl­breyttastan bak­grunn í aldri, reynslu, bú­setu og upp­runa.

„Mér fannst mjög skemmti­legt að sjá að til­nefningar komu frá svo mörgum ó­líkum sviðum innan at­vinnu­lífsins. Það voru margar til­nefningar úr hinum ýmsu list­greinum auk hönnunar og ný­sköpunar. Maður sér að það er komin ný á­unnin virðing fyrir þessum fjöl­breyttu at­vinnu­greinum.“

Dóm­nefndin mun velja konur sem hljóta FKA-viður­kenninguna, þakkar­viður­kenninguna og hvatningar­viður­kenninguna. Hún segir að sér hafi fundist ein­stak­lega gaman að ræða til­nefningar fyrir hvatningar­viður­kenninguna.

„Þetta eru ein­staklingar sem eru akkúrat á þeim stað á ferli sínum að þau geta fengið aukna orku við að fá svona viður­kenningu. Það sendir líka mikil­væg skila­boð til annarra ein­stak­linga sem eru kannski í svipuðum rekstri eða með svipaðan bak­grunn,“ segir Chanel.

Viður­kenningin var fyrst veitt árið 1999 en á tímum heims­far­aldurs Co­vid-19 var Viður­kenningar­há­tíð FKA haldin í sjón­varps­þætti í sam­starfi við Torg. Há­tíðin í ár verður einnig í beinu streymi á vef­síðu Frétta­blaðsins.