Innlent

Meiri töf á gengisáhrifunum en búist var við

Krónan hefur veikst um 11 prósent frá því í ágúst en áhrifin á verðlag eru ekki komin fram að fullu. Fréttablaðið/Heiða

Greiningardeild Arion banka spáir 0,2 prósenta lækkun á vísitölu neysluverðs í janúar en það er undir bráðabirgðaspá deildarinnar frá því í byrjun desember. Samkvæmt spánni lækkar 12 mánaða taktur verðbólgunnar í 3,6 prósentum úr 3,7 prósentum frá því í síðasta mánuði.

Í Markaðspunktum greiningardeildarinnar segir að ákveðnar vísbendingar séu um að smásalar hafi ekki náð að hækka verð sem nemur auknum innflutningskostnaði. Er vísað til tilkynningar Haga til Kauphallarinnar í janúar en þar kom fram að hækkun kostnaðarverðs í innkaupum væri ekki búið að brjótast fram í verði til viðskiptavina. 

„Við gerum því ráð fyrir að áhrif vegna veikari krónu komi fram með meiri töf en við höfum hingað til áætlað. Sögulega séð hafa áhrif gengisveikingar á verðlag komið að mestu fram fyrstu sex mánuði eftir að krónan tekur að veikjast. Að þessu sinni virðist sem töfin sé ennþá lengri, mögulega vegna aukinnar samkepnni á innlendum markaði og vaxandi alþjóðlegrar samkeppni.“

Undanfarin 6 ár hefur verðhjöðnunin í janúar numið 0,5 prósentum að meðaltali en verðbólgan í febrúar 0,7 prósent. Því er spáin fyrir janúar talsvert fyrir neðan meðaltal undanfarinna ára en spáin fyrir febrúar nánast í takt við meðaltalið. Ástæðan fyrir minni lækkun vísitölunnar í janúar er veiking krónu sem hefur veikst um 11 prósent frá því í ágúst, að því er kemur fram í Markaðspunktum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing