Innlent

Meiri áhugi á kolefnislágu áli en áður

Losun við álframleiðslu er hvergi lægri en á Íslandi.

Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU hélt erindi á ársfundi Samáls.

Meiri og meiri áhersla er lögð á það hjá fyrirtækjum að nota kolefnislágt ál, að sögn Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU, sem hélt erindi á ársfundi Samáls í dag. 

Hann benti á að almennt væri orkuvinnslan sem losaði mest við álframleiðslu. Álframleiðslu í Kína væri að mestu koladrifin og losunin því margfalt meiri en þar sem orkan fengist með vatnsafli. Þar sem æ meira væri lagt upp úr því að fyrirtæki bæru samfélagslega ábyrgð á allri virðiskeðjunni, þá væru fyrirtæki á borð við Apple farin að leita annara leiða til að afla áls í sína framleiðslu. „Við sjáum því meiri áhuga á kolefnislágu áli en áður.“

Justin dró fram að losun við álframleiðslu væri hvergi lægri en á Íslandi. „Það kemur ykkur áreiðanlega ekki á óvart,“ sagði hann. „Þið eruð á svipuðum slóðum og aðrar þjóðir sem búa yfir vatnsafli, þ.e. Brasilía, Kanada og Noregur. Svo hefur Rússland einnig töluvert af vatnsafli.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Festi hækkar afkomuspá sína

Innlent

Úr­vals­vísi­talan lækkaði og krónan veiktist

Innlent

WOW til Vancouver

Auglýsing

Nýjast

Spáir gjald­þrotum flug­fé­laga í vetur

Erfitt að taka þátt í „þessari svo­kölluðu byltingu“

Mesta dagshækkun í meira en tvö ár

Minni hagnaður Ryanair

Erlend félög fælast mikinn kostnað

IFS spáir tekjuvexti hjá Símanum

Auglýsing