Innlent

Meiri áhugi á kolefnislágu áli en áður

Losun við álframleiðslu er hvergi lægri en á Íslandi.

Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU hélt erindi á ársfundi Samáls.

Meiri og meiri áhersla er lögð á það hjá fyrirtækjum að nota kolefnislágt ál, að sögn Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU, sem hélt erindi á ársfundi Samáls í dag. 

Hann benti á að almennt væri orkuvinnslan sem losaði mest við álframleiðslu. Álframleiðslu í Kína væri að mestu koladrifin og losunin því margfalt meiri en þar sem orkan fengist með vatnsafli. Þar sem æ meira væri lagt upp úr því að fyrirtæki bæru samfélagslega ábyrgð á allri virðiskeðjunni, þá væru fyrirtæki á borð við Apple farin að leita annara leiða til að afla áls í sína framleiðslu. „Við sjáum því meiri áhuga á kolefnislágu áli en áður.“

Justin dró fram að losun við álframleiðslu væri hvergi lægri en á Íslandi. „Það kemur ykkur áreiðanlega ekki á óvart,“ sagði hann. „Þið eruð á svipuðum slóðum og aðrar þjóðir sem búa yfir vatnsafli, þ.e. Brasilía, Kanada og Noregur. Svo hefur Rússland einnig töluvert af vatnsafli.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Úrvalsvísitalan upp um 0,4 prósent

Innlent

Líkur á að vöxtur einkaneyslu verði sá hægasti í fjögur ár

Innlent

80 milljóna tap á rekstri Whales of Iceland

Auglýsing

Nýjast

Hlutabréf í Mulberry hríðféllu eftir afkomuviðvörun

Fjármálamarkaðir opnast Grikkjum á ný

Reginn hækkar áfram í Kauphöllinni

Skortsalar Teslu hagnast um 1,2 milljarða dala

PepsiCo kaupir Sodastream fyrir 3,2 milljarða dala

Vöruhalli jókst á síðasta ári

Auglýsing