Innlent

Meiri áhugi á kolefnislágu áli en áður

Losun við álframleiðslu er hvergi lægri en á Íslandi.

Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU hélt erindi á ársfundi Samáls.

Meiri og meiri áhersla er lögð á það hjá fyrirtækjum að nota kolefnislágt ál, að sögn Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU, sem hélt erindi á ársfundi Samáls í dag. 

Hann benti á að almennt væri orkuvinnslan sem losaði mest við álframleiðslu. Álframleiðslu í Kína væri að mestu koladrifin og losunin því margfalt meiri en þar sem orkan fengist með vatnsafli. Þar sem æ meira væri lagt upp úr því að fyrirtæki bæru samfélagslega ábyrgð á allri virðiskeðjunni, þá væru fyrirtæki á borð við Apple farin að leita annara leiða til að afla áls í sína framleiðslu. „Við sjáum því meiri áhuga á kolefnislágu áli en áður.“

Justin dró fram að losun við álframleiðslu væri hvergi lægri en á Íslandi. „Það kemur ykkur áreiðanlega ekki á óvart,“ sagði hann. „Þið eruð á svipuðum slóðum og aðrar þjóðir sem búa yfir vatnsafli, þ.e. Brasilía, Kanada og Noregur. Svo hefur Rússland einnig töluvert af vatnsafli.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Húsnæðismál

Íbúðar­hús­næði á 7 mánuðum: „Pínu­lítið eins og LEGO“

Innlent

Allt að 76 prósent verð­munur á möndlu­mjólk

Innlent

Árshækkun leigu mælist 6,2% í apríl

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Lækka kaupverðið um 480 milljónir

Viðskipti

Fasteignafélögin undirverðlögð

Markaðurinn

Icelandair Group hefur söluferli á hótelum

Viðskipti

Þrjú íslensk fyrirtæki á meðal söluráðgjafa í útboði Arion

Viðskipti

Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá ríkinu

Viðskipti

Greiða allt að tífalt hærra verð fyrir gagnasambönd

Auglýsing